Snælandsskóli á grænni grein

Skólar á grænni grein styðja við umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og almennt umhverfisstarf í skólum á öllum skólastigum.

Markmið verkefnisins eru að;

  • Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.
  • Efla samfélagskennd innan skólans.
  • Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.
  • Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.
  • Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.

 

Þegar markmiðum er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um heim sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum.

Snælandsskóli hefur að undanförnu unnið að því að því að fá endurnýjun viðurkenningar sem Grænfánaskóli en skólinn hefur notið þeirrar viðurkenningar sl. 20 ár

Fjölmargt hefur verið gert til þess að uppfylla ofangreind markmið. Sem dæmi um það sem gert hefur verið á unglingastigi má nefna:

Á haustdögum var Fossvogsdalurinn nýttur til að veita innsýn í óravíddir sólkerfisins (sjá 1. mynd)

Vatnsmagnið í Fossvogslæknum var mælt, bæði í þurrka- og rigningartíð með „appelsínuaðferðinni“! (sjá 2. mynd)

Í haust tók Snælnandsskóli þátt í stóru og viðamiklu loftslagsverkefni á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs – Leggjum línurnar.

Hornsílaveiðar voru stundaðar í Fossvogslæknum.

Nemendur krufðu fiska eftir kúnstarinnar reglum á dögunum. Í boði voru þorskur, ýsa, steinbítur, keila og langa. Í kjölfarið var rætt um sjálfbærni veiða úr auðlindinni.

Þá hafa kennarar nýtt fræðsluefni frá Landvernd o.fl. til miðlunar í einstökum kennslustundum.

  1. mynd

2. mynd

Posted in Fréttaflokkur.