Heilsudagur

Yngsta stiginu var skipt upp í 10 hópa. Hópstjórar fengu afhent kort af 10 stöðvum og poka. Á hverri stöð átti hópurinn að taka einn hlut, t.d. lím og setja í poka. 10 stöðvar – 10 hlutir.

Eftir nesti var föndur í stofum á yngsta stigi. Nemendur unnu í  hópum að verkefni og notuðu hlutina sem þeir söfnuðu í ratleiknum. Hver hópur föndraði eina ávaxtakörfu og teiknaði, litaði og klippti út fjölbreytta ávexti sem þau límdu svo í körfuna.

Á miðstigi  var fótboltamót í gamla íþróttasalnum fram að hádegi

Á Unglingastigi – var fótbolti-, blak- og húllamót í Fagralundi fram að hádegi.

Posted in Fréttaflokkur.