Hátíðarhlutar upplestrarkeppninnar í 7. bekk Snælandsskóla fóru fram á föstudaginn og í dag 14. mars. Ræktunarhlutinn hófst á degi íslenskrar tungu 16. nóvember og hafa nemendur verið að æfa upplestur reglulega síðan þá. Hátíðarhlutinn byrjar á árgangakeppni þar sem allir lesa og þar velur dómnefn 6 lesara til að taka þátt í lokakeppni Snælandsskóla sem er lokahnykkurinn fyrir Stóru upplestrarkeppni Kópavogs. Þau Ariane Sif, Árni Jóhann, Daníel Árni, Elísa Margrét, Emilía Ísis og Snædís Erla voru valin af dómnefndinn á föstudag til að lesa í lokakeppninni sem fram for í dag. Dómnefnd hafði það erfiða hlutverk í dag að velja tvo fulltrúa og einn varamann úr þessum frábæra hópi. Öll lásu þau glæsilega en það fór svo að Elísa Margrét og Snædís Erla voru valdar sem aðalfulltrúar okkar og Ariane Sif til vara í Stóru upplestarakeppnina í Kópavogi sem fram fer í Salnum 24. mars. Hlökkum til að fylgjast með þeim þar.