Snælandsskóli réttindaskóli UNICEF

Snælandsskóli fékk viðurkenningu sem réttindaskóli Unicef í dag. Nemendur hafa fengið kynningu á barnasáttmálanum undanfarin ár, unnið með heimsmarkmiðin og unnið hefur verið að aukinni lýðræðislegri þátttöku nemenda. Hátíðleg dagskrá var í tilefni dagsins. Streymt var í allar kennslustofur. Skólahljómsveit Kópavogs spilaði og fulltrúar frá Unicef komu og veittu viðurkenningar. Skólastofur voru opnar og  nemendur sungu saman undir stjórn Margrétar tónmenntakennara í beinu streymi. Öllum nemendum og starfsfólki var síðan boðið uppá köku og mjólk.

Posted in Fréttaflokkur.