Unnið með Harry Potter

Nemendur á miðstigi eru að vinna með bókina Harry Potter og viskusteinninn. Hver bekkur fær úthlutað köflum til að endursegja og gera stuttmynd úr. Nemendum hefur verið skipt á heimavistir og keppa liðin í Breakout leik og vinna að fjölbreyttum verkefnum í snillismiðju sem reyna á samvinnu og sköpun.

 

Posted in Fréttaflokkur.