100 daga hátíð

Í dag hafa börnin í 1. bekkjum verið 100 daga í skólanum. Þau héldu daginn hátíðlegan og komu með hátíðarnesti. Fyrr í vikunni höfðu krakkarnir undirbúið hátíðina. Þau unnu með töluna 100 með ýmsu móti og föndruðu 100 ára grímur. Þau komust í kynni við þrjár 100 ára gamlar konur og horfðu á viðtal 6 ára barns við 100 ára gamla konu. Það var líf og fjör og söngur í lok dags.

Posted in Fréttaflokkur.