Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2021–2022

Innritun 6 ára barna (fædd 2015) fer nú alfarið fram í gegnum þjónustugátt á vef bæjarins https://thjonustugatt.kopavogur.is

Opnað hefur verið fyrir innritun fyrir næsta skólaár og stendur hún til 8. mars 2021.
Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum.

Skráning í mötuneyti, sumarfrístund og frístund fyrir næsta skólaár verður auglýst síðar og munu foreldrar frá póst frá skólanum þegar þar að kemur.

 

Nánari upplýsingar og upplýsingar á ensku og pólsku má finna með því að smella hér.

Posted in Fréttaflokkur.