Jólahurðaskreytingakeppni Snæló

Í desember var haldin í fyrsta sinn jólahurðaskreytingakeppni Snæló. Dómnefnd skipuð skólastjóra og myndmenntakennara gekk um skólann í vikunni og kvað upp sinn dóm.
Hurð E1 (Smiðjan) bar sigur úr býtum í Jólahurðakeppni Snæló 2020. Hurð B2 (10. bekkur) hlaut 2. sætið og hurðir E3 (8.bekkur) og E7 (6.bekkur) hlutu saman 3. verðlaun. Þetta mæltist vel fyrir og stefnt er er á að gera þetta að árlegum viðburði.
Kristín Pétursdóttir deildarstjóri
Posted in Fréttaflokkur.