Óhefðbundin jólaböll í Snælandsskóla

Óhefðbundin jólaböll voru haldin í Snælandsskóla í gær undir stjórn list- og verkgreinakennara. 1.-4. bekkir fengu að mæta og dansa í kringum tréð með árganginum sínum. En 5.-7. bekkir mættu með í sínum núverandi umsjónarhópum. Jólasveinar slæddust inn hjá yngri hópunum – allar sóttvarnir í lagi á þeim bænum. Börnin og starfsfólk skemmtu sér vel. Hægt er að sjá fleiri myndir á Snælandsskóla síðu á fésbókinni. https://www.facebook.com/snaelandsskoli/

Kristín Pétursdóttir deildarstjóri

Posted in Fréttaflokkur.