Klukkustundar kóðun í Snælandsskóla „Hour of Code“

Nemendur í 1. – 10. b hafa tekið þátt í árlegum viðburði „Hour of Code“ í desember. Snælandsskóli skráir sig til þátttöku á hverju ári en nemendur og kennarar í yfir 180 löndum taka þátt í ár. Á síðunni https://hourofcode.com/us er hægt að velja um 45 tungumál. Nemendur fengu kynningu frá kennurum á því hvað væri forritun og fengu að kóða í klukkustund. Verkefnin eru ætluð öllum aldurshópum. Til að einfalda nálgunina á þessum síðum þá höfum við notað námsvef Snælandsskóla til að vísa inn á síður sem tengjast þessum viðburði. Hægt er að nálgast efnið áfram á síðunni www.namsvefur.weebly.com.  Við hvetjum nemendur að fara inn á námsvef Snælandsskóla og nýta sér það frábæra efni sem þar er í boði fyrir nemendur til að forrita.

Posted in Fréttaflokkur.