Foreldrahlutverkið og staða barna á tímum Covid-19

Á miðvikudag í næstu viku þann 9. desember kl 14:00 til 15:00 verður haldinn rafrænn upplýsingafundur Rannsókna og greiningar í samstarfi við sveitarfélögin. Fundurinn fjallar um foreldrahlutverkið, líðan ungmenna og aðgerðir á tímum heimsfaraldurs.

 

Fundurinn fer fram í formi fyrirlestra og hafa þátttakendur kost á að senda inn skriflegar fyrirspurnir gegnum vefspjall meðan á fundinum stendur. Á fundinum verða m.a. Salvör Nordal umboðsmaður barna og Pálmar Ragnarsson sem stýrir fundinum.

 

Þátttaka er ókeypis og opin öllum. Skráningu á viðburðinn og frekari upplýsingar má finna í viðhengi og á eftirfarandi hlekk https://rannsoknir.is/foreldrahlutverkid/

 

Posted in Fréttaflokkur.