Gleðilegt sumar

Ágætu foreldrar/forráðamenn nemenda í Snælandsskóla

Við viljum þakka ykkur fyrir gott samstarf á þessu skólaári sem nú er að ljúka. Það hefur sannarlega verið fordæmalaust með slæmu veðri, veikindum starfsmanna, verkföllum og vírus. Þið hafið tekið öllum tilmælum fádæma vel og unnið með skólanum að því að halda sem allra best utan um nám nemenda eins og hægt hefur verið við þær aðstæður sem uppi hafa verið hverju sinni. Fyrir það erum við þakklát. Við vonum að veðurguðirnir standi með okkur í sumar og við fáum að njóta þess vel og safna kröftum áður en við hittumst aftur í haust í skólasetningu þann 25. ágúst.

Með ósk um gleðilegt sumar
skólastjórnendur

Posted in Fréttaflokkur.