Lokaverkefni hjá 10. bekk

Sýning á metnaðarfullum verkefnum hjá 10. bekk í umsjón Óskar Kristinsdóttur kennara fór fram á þriðjudaginn 2. júni.  Verkefnið var að búa til eyju þar sem stefnan í umhverfismálum eyjunnar var að verða vistvæn eyja á næstu tveimur árum. Nemendur fengu frjálsar hendur en mikilvægt var að eftirfarandi atriði kæmu fram ásamt öðrum:

  • Hvaðan kemur orkan sem við nýtum?
  • Hvernig er sorpmálum hagað?
  • Samgöngur
  • Hvaðan fá íbúar matvörur sínar?
  • Skipulagning á ræktunarlandi
  • Landbúnaður? (mikilvægt að skoða kosti og galla)
  • Hvernig má minnka orkunotkun íbúa á svæðinu?
  • Afstaða hópsins til náttúruverndar

Nemendur völdu að gera myndband, glærusýning, fyrirlestur, líkan, veggspjald eða tölvuleik (minecraft).

Posted in Fréttaflokkur.