Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Kópavogi fór fram eftir langa bið vegna Kóvid-19 í dag 27. maí í Salnum í Kópavogi. Eva Björg Logadóttir og Dagur Ari Gestsson tóku þátt fyrir hönd Snælandsskóla. Átján 7. Bekkingar úr öllum grunnskólunum í Kópavogi lásu brot úr sögunni Stormsker eftir Birki Blæ Ingólfsson, ljóð eftir Jón úr Vör og eitt sjálfvalið ljóð í síðustu umferðinni. Dagur Ari stóð uppi sem sigurvegari í lokin og óskum við honum innilega til hamingju. Eva Björg stóð sig einnig með stakri prýði og óskum við henni til hamingju með árangurinn. Bestu þakkir fær Hrafnhildur Eva Davíðsdóttir sem valin var varamaður í Snælandsskólakeppninni fyrr í vor og æfði sig af kappi með Degi og Evu ef ske kynni að forföll yrðu. Umsjónarkennararnir Arna, Karitas og Ásdís eiga þakkir skildar fyrir undirbúning allra nemendanna í vetur svo og Inga Sigurjónsdóttir sem lagði lokahönd á undirbúninginn að þessu sinni.
Til hamingju Snælandsskóli með frábæra fulltrúa 7. bekkjar.
Kristín Pétursdóttir
Deildastjóri yngsta og miðstigs Snælandsskóla