Stelpur og tækni dagurinn

Stelpur og tækni dagurinn (Girls in ICT Day) var haldinn í sjöunda sinn á Íslandi í dag, 20. maí . Dagurinn er haldinn víða um heim af ITU (International Telecommunication Union), samtökum um upplýsinga- og samskiptatækni innan Sameinuðu þjóðanna. 

Í ár var dagurinn „online“ í þetta sinn. Það jákvæða við það var að nú var hægt að bjóða  öllu landinu að vera með.

Hugmyndin með deginum er að kynna ýmsa möguleika í tækninámi sérstaklega fyrir stelpum í 9. bekk grunnskóla og opna þannig augu þeirra fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða.

Dagskránni var streymt til allra þátttökuskólanna, að henni lokinni var boðið upp á tvær vinnustofur. Fyrri vinnustofan var einföld vefsíðuforritun í WordPress og sú seinni  tónlistarforritun í Sonic pi.

 

Posted in Fréttaflokkur.