Hugmyndabanki fyrir heimilin

Í páskaleyfinu…

langar okkur til að kynna fyrir þér nokkrar skemmtilegar hugmyndir sem þú, vinir þínir og fjölskylda geta valið úr til afþreyingar. Þetta eru einungis hugmyndir og brot af því sem hægt er að gera.Páskaleyfið sem nú er að hefjast er vafalítið með öðruvísi hætti en þú átt að venjast og kannski var fjölskyldan búin að skipuleggja ferðalag eða veisluhöld um páskana sem nú þarf að fresta. Þess vegna langaði okkur að koma með þessar hugmyndir fyrir páskaleyfið í ár.

Farir þú út í gönguferð má til dæmis leika sér að því að finna hunda, fugla, listaverk eða plöntur og taka af þeim myndir. Síðan getur þú greint tegundir og heiti myndefnisins þegar heim er komið. Plokk væri líka hugmynd en þá mælum við eindregið með hönskum. Notið trefla, buff og vettlinga í göngunum og munið tveggja metra regluna.

Kannt þú fleiri skemmtilega leiki? Hér fyrir neðan höfum við tekið saman fleiri hugmyndir fyrir þig sem þú og fjölskylda þín ættuð að skoða. Það er ótrúlegt hvað tæknin gefur okkur mörg tækifæri sem áður voru óframkvæmanleg við aðstæður sem þessar sem við erum nú að upplifa.

Hér er linkur á hugmyndabankann:

https://www.smore.com/0th7b

Við hlökkum til að sjá þig aftur í skólanum eða fjarskólanum eftir páska.

 

 

 

 

Posted in Fréttaflokkur.