Nýtt tímaplan fyrir 1.-5. bekk hefur verið sent til foreldra í gegnum Mentor og tekur það gildi það vikuna 30. mars – 3. apríl en þó með þeim fyrirvara að ef aðstæður breytast getur þurft að endurskoða skipulagið.
Nemendur þurfa að koma með nesti og klæddir til útiveru þar sem frímínútur bætast inn í dagskrána.
Vil líka nota tækifærið og benda á tvo nýja hnappa á heimasíðunni sem vísa á „veggi“ (padlet) þar sem er að finna áhugavert efni fyrir nemendur. Þessir veggir eru settir upp og haldið úti af starfsmönnum skólans. Á mynd sem fylgir fréttinni má sjá hvar þessa hnappa er að finna.