Skóli 17. mars

  • Nú er búið að senda í tölvupósti til foreldra/forráðamanna upplýsingar um skólahald næstu dagana og biðjum við alla um að kynna sér það vel.
  • Við skipulagningu fylgdum við fyrirmælum Menntasvið Kópavogs og unnum að því í samstarfi við aðra skóla í Kópavogi eins og hægt var en aðstæður geta verið ólíkar milli skóla.
  • Foreldrar eru beðnir um að kynna sér vel á hvaða tíma þeirra barn á að mæta þar sem ekki er hægt að taka við öllum nemendum á sama tíma.
  • Frístund verður aðeins í boði fyrir nemendur í 1. bekk þessa viku og verður boðið upp á viðveru frá 12:00-15:00.  Nemendur sem verða í frístund þurfa að koma með nesti að heiman.
  • Við biðjum alla að hafa í huga að aðstæður geta breyst hratt og því gætum við þurft að breyta frá útgefnu skipulagi með litlum fyrirvara.

 

Mikilvægt er að foreldrar barna með undirliggjandi sjúkdóma fái ráðleggingar um skólasókn í þjónustusíma landlæknis, sjá einnig hér á vef landlæknis.

Fjölskyldur sem eru að koma úr fríi erlendis frá verða að fylgja öllum fyrirmælum landlæknisembættisins.

 

Allar nánari upplýsingar er að finna í tölvupósti frá skólastjórnendum.

 

Posted in Fréttaflokkur.