Næstu dagar

Skólastarfið gekk vel í dag að okkar mati miðað við aðstæður.

Því verður haldið áfram með sama hætti svo lengi sem aðstæður breytast ekki eða annað tilkynnt. Nemendur mæta á sama tíma og inn um sama inngang næstu daga rétt eins og þeir gerðu í skv. skipulagi sem sent var í tölvupósti til foreldra sl. mánudag.

Biðjum alla að passa að börnin mæti á réttum tíma.

Einnig er mikilvægt að ef nemandi er með einhver flensu- eða kvefeinkenni þá þarf sá nemandi að vera heima þar til hann er einkennalaus.

Þá biðjum við foreldra að fylgjast með heimavinnuáætlun á Mentor þar sem á að koma fram vinna dagsins í skólanum og tillögur að heimaverkefnum, sérstaklega er þetta mikilvægt fyrir þá nemendur sem eru heima.

Frá og með 18. mars geta foreldrar barna í 2. bekk sem hafa börn sín í frístund skráð sitt barn þar í gegnum skráningakerfið Völu. Við sjáum fram á að geta tekið á móti nemendum í 2. bekk í frístundina samhliða nemendum í 1. bekk frá og með fimmtudeginum 19. mars.
Ef aðstæður breytast þannig að við þurfum að takmarka fjölda nemenda í frístund enn meira þá verður unnið út lista almannavarna sem skilgreina hvaða störf foreldra veita rétt á forgangsþjónustu við þessar aðstæður.

Sjá upplýsingar um forgang satrfsfólks í framlínustörfum á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga:

Posted in Fréttaflokkur.