Unnið að skipulagi

Á starfsdegi 16. mars verður fundað með kennurum og öðru starfsfólki skólans og unnið að útfærslum sem búið er að leggja grunn að um helgina.

 

Við munum birta upplýsingar seinni part mánudags um hvernig skólastarfi verður háttað næstu daga. Ljóst er að það verður veruleg röskun á skólastarfinu og meðan verkfall Eflingar heldur áfram þá má búast við að röskunin í Snælandsskóla verði meiri en ella, en við vinnum okkar áætlanir í samráði við Menntasvið Kópavogs.

 

Frístund verður lokuð mánudaginn 16. mars en þar má einnig reikna með röskun, lengd vistunar verður mögulega stytt og meta þarf hvað er hægt að taka við mörgum nemendum í einu. Unnið verður að útfærslu fyrir frístund á starfsdegi og upplýsingar um starfið þar sendar út þegar þær liggja fyrir.

 

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frá sér tilkynningu um starfsemi grunn- og leikskóla, íþrótta- og menningarmála vegna covid-19 og hana má nálgast á vef Kópavogsbæjar.

Posted in Fréttaflokkur.