Áfram verkfall 12. mars

Vegna verkfalls

Þegar þetta er skrifað hefur viðræðum Eflingar við sveitarfélög verið frestað og skólastarf fimmtudaginn 12. mars verður því með þessum hætti í Snælandsskóla:

  • Kennslustofum í álmu þar sem 1. og 2. bekkur er með aðstöðu verður lokað vegna skorts á þrifum. Nemendur í 1. og 2. bekk mæta í skólann kl. 8:10 til kl. 9:30 en fara heim að því loknu. Frístund verður opin á hefðbundnum tíma fyrir þá sem þar eru en ekki er boðið upp á viðbótartíma um morguninn.
  • Vil ítreka að skerðing á skóladegi kemur m.a. til vegna þess að það er ekki gæsla á morgnana þ.a. nemendur sem mæta áður en kennsla hefst eru þá eftirlitslausir og við óskum eftir því að þeir mæti einungis rétt áður en kennsla hefst.
  • Fimmtudagurinn verður skertur hjá öðrum nemendum með sama hætti og þriðjudagur og miðvikudagur var var. Þ.e. 3.-6. bekkur mætir kl. 10:00, 9. bekkur mætir í samræmt próf kl. 8:45, 8. og 10. bekkur mætir kl. 9:50. Kennsla verður út skóladaginn hjá þessum nemendum.
  • Mötuneyti verður áfram lokað. Nemendur þurfa að koma með nesti en við ítrekum að skólinn er hnetulaus vegna bráðaofnæmis nokkurra nemenda og því mikilvægt að nesti innihaldi ekki hnetur eða hnetuafurðir. Enginn aðgangur að hnífapörum og leirtaui.
  • Félagsmiðstöðin IGLÓ lokuð vegna skorts á þrifum.

 

Vegna covid-19

  • Mikilvægt er að foreldrar barna með undirliggjandi sjúkdóma fái ráðleggingar um skólasókn í þjónustusíma landlæknis, sjá einnig hér á vef landlæknis.
  • Fjölskyldur sem eru að koma úr fríi erlendis frá verða að fylgja öllum fyrirmælum landlæknisembættisins.
  • Verið er að skoða möguleika á fjarkennslu fyrir þá nemendur sem lenda í sóttkví eða einangrun.
  • Alla afgreiðslu á mat þarf að endurskipuleggja með tilliti til smithættu. Það verður gert eftir að verkfall leysist
Posted in Fréttaflokkur.