Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar í Snælandsskóla fór fram í dag. Það voru þau Anna Dagbjört, Eva Björg, Dagur Ari, Hilmar Ingi, Hrafnhildur Eva og Sigþór Michael sem voru á síðasta föstudag valin í bekkjarkeppnunum til að lesa á lokahátíðinni í dag. Elsa, Ásta Björns og Hafdís íslenskukennarar á unglingastigi tóku að sér að dæma bekkjarkeppnirnar og svo fengum við auk Elsu, Sesselju Þórðardóttur eina af forsvarskonum verkefnisins Stóru upplestrarkeppninnar og sigurvegara frá því í fyrra þá Mikael Mána og Tristan Mána til að velja tvo aðalfulltrúa og einn til vara til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni í Kópavogi sem fram fer miðvikudaginn 18. mars, kl. 16:30 í Salnum. Þau voru ekki öfundsverð því keppnin var mjög jöfn og allir lesararnir stóðu sig frábærlega, eins og reyndar allir krakkarnir í 7. bekk í þessu ferli. Það verða Eva Björg og Dagur Ari sem fara fyrir hönd Snælandsskóla í keppnina og Hrafnhildur Eva til vara.

Posted in Fréttaflokkur.