Áfram verkfall 13. mars

Verkfall Eflingar heldur áfram fram yfir helgi

Þegar þetta er skrifað hefur verið gefið út að næsti fundur í kjaradeilu Eflingar og sveitarfélaganna verði ekki fyrr en mánudaginn 16. mars og skólastarf föstudaginn 13. mars verður því með þessum hætti:

  • Kennslustofum í álmu þar sem 1. og 2. bekkur er með aðstöðu verður lokað vegna skorts á þrifum. Nemendur í 1. og 2. bekk mæta í skólann kl. 8:10 til kl. 9:30 en fara heim að því loknu. Minni á að 2. bekkur á að fara í sund og þarf því að mæta með sundföt. Nemendur þar koma til baka með sundrútu eins og venjulega en fara svo heim að því loknu. Frístund verður opin á hefðbundnum tíma fyrir þá sem þar eru en ekki er boðið upp á viðbótartíma um morguninn.
  • Föstudagurinn verður skertur hjá öðrum nemendum þannig að 3.-6. bekkur mætir kl. 10:00 (ath. nemendur í 4.I. þurfa að vera mættir kl. 9:50 til að missa ekki af sundrútu). 9.-10. bekkur mætir kl. 9:50. Kennsla verður út skóladaginn hjá þessum nemendum. 8. bekkur mætir kl. 8:10 til að geta geta fengið vímuefnafræðslu sem búið var að tímasetja en að henni lokinni fara nemendur í 8. bekk heim.
  • Mötuneyti verður áfram lokað. Nemendur þurfa að koma með nesti en við ítrekum að skólinn er hnetulaus vegna bráðaofnæmis nokkurra nemenda og því mikilvægt að nesti innihaldi ekki hnetur eða hnetuafurðir. Enginn aðgangur að hnífapörum og leirtaui.
  • Félagsmiðstöðin IGLÓ lokuð vegna skorts á þrifum.
Posted in Fréttaflokkur.