Jafnréttisdagurinn

Skemmtilegur dagur að baki í Snælandsskóla. Unnið var með heimsmarkmiðin á öllum skólastigum. Fjallað var m.a. um fátækt og hungur.  Að nemendur átti sig á því hvað það þýðir að vera fátækur og hversu stórt vandamál hungur er í heiminum. Heilsufarsvandamál. Að auka skilning nemenda á því að ekki eru allir jafn heppnir. Til dæmis að drekka hreint vatn eða geta farið til læknis. Náttúruhamfarir. Að skilja hugtakið náttúruhamfarir og hvaða áhrif þær geta haft á líf fólks og umhverfi. Einnig að skýra fyrir nemendum að við fáum misjöfn tækifæri í lífinu til að eiga gjöfult líf.

 

 

 

 

 

Posted in Fréttaflokkur.