Haustdagurinn

Haustdagurinn okkar var haldinn  í dásemdar veðri eftir að hafa verið frestað veðurs í tvígang. Yngsta stigið hélt söngstund og fór í alls konar skemmtilega leiki úti á túni við Galleríið/Gula róló. Miðstigið fór í ratleik í Dalnum og svo í alls konar keppnir og leiki undir stjórn kennara úti á gervigrasvelli. Unglingarnir okkar lögðu land undir fót og gengu Selvogsgöngu. Allt fór þetta vel fram enda vel skipulagt af haustdagateyminu og kennarar, starfsfólk og nemendur í sínu besta formi með gleðina í fyrirrúmi. Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum okkar.

Posted in Fréttaflokkur.