Ráðherra kynnir sér spjaldtölvunotkun í Snælandsskóla

 

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra kom í heimsókn í Snælandsskóla á mánudag til að kynna sér spjaldtölvur í námi og kennslu og Snillismiðju skólans, sem leggur áherslu á sköpun og tækni. Nemendur á miðstigi og unglingastigi tóku á móti ráðherranum ásamt starfsfólki skólans. Nemendur sýndu hvernig samþætting með notkun tækninnar er viðhöfð í skólastarfi og hvernig hún gerir námið skemmtilegra og fjölbreytilegra. Einnig hvernig unnið er með sköpun og tækni í skólastarfi. Nemendur sáu alfarið um að kynna hvað þau eru að fást við og þau gerðu þetta frábærlega vel. Óhætt er að segja að Lilja hafi verið ánægð því eins og hún sagði sjálf fékk hún gæsahúð nokkrum sinnum. Ráðherrann fékk að prófa ýmislegt eins og að búa til tannburstavélmenni.

Posted in Fréttaflokkur.