Í dag, þriðjudag, hefur verið í gildi appelsínugul og gul veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, en þær hafa tekið breytingum samhliða nýjum spám. Mikilvægt er að foreldrar fylgist með nýjustu veðurspám á vedur.is þar sem þær geta breyst hratt án þess að þær verði uppfærðar á heimasíðu eða facebook síðu skólans.
Við biðjum foreldra að kynna sér leiðbeiningar frá almannavarnanefnd sem gilda um veðurviðvaranir en þar kemur m.a. fram að forsjáraðilar meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum í skóla. Forsjáraðilar þurfa að hafa í huga að einhver röskun getur orðið á skólastarfi vegna veðurs ef það tefst að fullmanna skólann, en aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins hefur gefið út að búast megi við þungri umferð vegna færðar í fyrramálið. Almennt er skólastarf ekki fellt niður við gula viðvörun jafnvel þó einhver röskun geti orðið á eðlilegu starfi sem fyrr segir.
Leiðbeiningar frá almannavarnanefnd https://vefur.shs.is/wp-content/uploads/2023/02/ALM-vedurbaeklingur-forsjaradilar-IS-011122.pdf
Leiðbeiningar á ensku https://vefur.shs.is/wp-content/uploads/2023/02/ALM-vedurbaeklingur-forsjaradilar-EN-241122.pdf
Leiðbeiningar á pólsku https://vefur.shs.is/wp-content/uploads/2023/02/ALM-vedurbaeklingur-forsjaradilar-PL-241122.pdf
