Í morgun var haldið upp á Hrekkjavöku, eða Halloween, eins og þessi forni írski siður er nefndur á ensku. Af því tilefni klæddu nemendur og starfsfólk skólans sig í alls konar búninga.
Dagurinn byrjaði á söngstund kl. 8:40–9:00 hjá yngsta stigi. Í bekkjunum voru unnin verkefni um Hrekkjavöku og spiluð spil. Mikill metnaður var lagður í búninga eins og sjá má á myndunum sem tala sínu máli.
 
  
  
  
  
  
  
  
  
  
  
  
  
  
  
 
 
			