Guðmunda okkar á bókasafninu kom aldeilis færandi hendi í náttúrufræðistofuna í Snælandsskóla. Þar var um að ræða forláta steingerving af fiski. Eftir dálítið grúsk í heimildum erum við nokkuð viss um að hér sé um að ræða tegundina Vinctifer copmptoni sem er af flokki geislafiska. Þessi fiskur kom fram fyrir um 150 milljón árum (síðjúratímabilið) og hvarf svo aftur af yfirborði jarðar fyrir u.þ.b. 90 milljón árum (snemmkrítartímabilið) eða um ca. 70 milljón árum áður en Ísland byrjaði að myndast!. Þessir steingervingar eru nokkuð algengir í jarðlögum með Atlantshafsströnd S-Ameríku og alveg niður á Suðurskautslandið. Blómaskeið þessara fiska var á þeim tíma er Afríka og S-Ameríka tóku að skiljast að og S-Atlantshafið að myndast. Þessi góða gjöf er mikill fengur ekki síst fyrir 10. bekkinga sem um þessar mundir eru einmitt að fræðast um þróun lífsins og jarðsöguna.
Björn Gunnarsson náttúrufræðikennari