Árshátíð miðstigs með pompi og prakt

Árshátíð miðstigs í Snælandsskóla fór fram með glæsibrag í morgun. Hún var haldin í sal skólans og skapaðist þar frábær stemning. Kynnar dagsins voru þau Erla, Eydís og Hákon, sem stóðu sig með prýði.

Eins og hefð er fyrir í Snælandsskóla voru flutt svokölluð „minni“ stráka og stelpna, þar sem nemendur hrósa hver öðrum. Að þessu sinni voru það Heidi og Sindri sem fóru með minni – þau eru einnig fulltrúar skólans í stóru upplestrarkeppninni.

Skemmtiatriði voru fjölbreytt og frá öllum árgöngum miðstigs.

  • 5. bekkur söng lög eftir Lady Gaga og Bruno Mars.

  • 6. bekkur sýndi dans og söng við tvö lög úr Aladdín.

  • 7. bekkur var með tónlistaratriði þar sem Úlfur lék á saxófón og vakti mikla hrifningu.

Í hádeginu fengu nemendur pizzu, sem er í miklu uppáhaldi, ásamt grænmeti og ávöxtum. Að máltíð lokinni var haldið ball í IGLÓ, þar sem dansgleðin tók völdin. Einnig var boðið upp á bíó, spil og rólegheit fyrir þá sem það vildu.

Gleðin var allsráðandi á þessum eftirminnilega degi!

Posted in Fréttaflokkur.