Kardemommubærinn heillar áhorfendur

Nemendur í 3. bekk á yngsta stigi settu upp hið sígilda barnaleikrit Kardemommubærinn á sal skólans bæði á þriðjudag og í gær. Sýningarnar voru fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra og fjölskyldur þeirra, og skapaðist skemmtileg stemning í salnum. Leikritið fjallar um hinn friðsama Kardimommubæ og fólkið sem þar býr. Fyrir utan bæinn eiga ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan heima, en þeir fara reglulega í ránsferðir. Á einum tímapunkti ræna þeir Soffíu frænku, en að lokum enda þeir í fangelsi. Þar bæta þeir ráð sitt og sanna sig sem hetjur þegar þeir slökkva eld í turni bæjarins. Nemendurnir stóðu sig með glæsibrag og sýndu frábæra leiklistarhæfileika. Leikstjórn var í höndum Margrétar Th., Steinu stuðningsfulltrúa og umsjónarkennara bekkjarins, Aðalheiðar og Cecile. Auk þess lögðu skólaliðar og eldri nemendur sitt af mörkum með því að mála alla leikendur. Alls voru settar upp sex sýningar, og má segja að þær hafi heillað áhorfendur á öllum aldri.

 

Posted in Fréttaflokkur.