Stóra upplestrarkeppnin í Snælandsskóla var haldin þriðjudag 11. mars . Síðustu vikur hefur 7. bekkur verið að æfa vandaðan upplestur með kennurunum sínum, Bjarka og Októvíu. Á föstudaginn fór fram fyrri hluti keppninnar í skólanum en þá lásu allir nemendur textabrot úr sögunni Amma óþekka og tröllin í fjöllunum og ljóð að eigin vali. Dómnefndin valdi þau Erlu, Eydísi, Hákon, Heiðbjörgu, Ólaf og Sindra til að lesa á lokahátíðinni hjá okkur sem fram fór þriðjudaginn 11. mars. Þar beið dómaranna það erfiða hlutverk að fá bara að velja 2 lesara og einn til vara. Allir lesararnir stóðu sig frábærlega en það fór svo að lokum að Heiðbjörg og Sindri voru valin til að lesa fyrir hönd Snælandsskóla í Salnum þann 26. mars og Hákon verður til vara.
Meðfylgjandi myndir eru af okkar frábæra 7. bekk og kennurunum þeirra, Októvíu og Bjarka og dómurunum sem að þessu sinni voru íslenskukennarar á unglingastigi þær Anna Sigrún og Guðrún H og Guðmunda af bókasafninu. Elsa og Ásta Björns sem eru hættar að kenna komu líka að aðstoða okkur við valið. Auk þessi voru dómarar þær Kristín Þórdís, Erla Margrét og Steinunn Þóra sem eru nemendur í 8.b og tóku þátt í keppninni í fyrra.
Við óskum þeim Heiðbjörgu, Sindra og Hákoni til hamingju og góðs gengis í Stóru upplestrarkeppninni í Kópavogi þann 26. apríl.
Kristín Pétursdóttir
Deildarstjóri yngsta- og miðstigs