Alltaf sama stuðið í þessum skóla! Í dag var haldinn heilsudagur þar sem eldri nemendur sóttu yngri vinabekki og fóru saman á milli fjölbreytilegra stöðva. Áhersla var lögð á samveru og hreyfingu, og var hver stöð um 15–20 mínútur að lengd. Stöðvahringurinn samanstóð af sex stöðvum:
Samvinnuboðhlaup
Just Dance í matsalnum
Póstahlaup á gervigrasinu
Spilastund
Skotbolti á battlevellinum
Útileikurinn „Eitur í flösku“
Að dagskránni lokinni tók við hefðbundin kennsla samkvæmt stundaskrá. Dagurinn var bæði skemmtilegur og hressandi – hreyfing og gleði í forgrunni!