Síðdegisopnun á skólasafni

Minnum á síðdegisopnun á bókasafni skólans á morgun miðvikudag 12. febrúar kl. 15:00 – 17:30 fyrir nemendur í 1. – 4. og gesti (foreldrar, systkini, ömmur og afar) þeirra.

Í tilefni lestrarverkefnisins Allir græða á að lesa verður Snælandsbankinn og Snæló – sjoppan opin á safninu.

Nemendur geta komið með lestrardagbókina og seðlaveskið og verslað.

 

Einnig er boðið upp á veitingar; kakó, kaffi og kex.

Öll velkomin. Hlökkum til að sjá ykkur.

 

 

 

Posted in Fréttaflokkur.