Skert skólastarf fimmtudag 6. feb

Á fundi almannavarna og fræðsluyfirvalda á höfuðborgarsvæðinu hefur eftirfarandi verið ákveðið:

Fimmtudaginn 6. febrúar er spáð rauðri viðvörun fá kl. 8:00-13:00. Á fundi með almannavörnum í dag var eftirfarandi ákveðið varðandi skólastarf á höfuðborgarsvæðinu meðan á rauðri viðvörun stendur.

Leikskólar og grunnskólar verða opnir en aðeins með lágmarksmönnun til að taka á móti börnum sem gætu þurft að mæta í skólann af ýmsum ástæðum s.s. ef foreldrar sinna neyðarþjónustu og þurfa að mæta til vinnu. Foreldrar eru hinsvegar hvattir til að halda börnunum sínum heima og hefðbundið skólastarf fellur niður. Skólastarf hefst að nýju upp úr kl. 13:00 þegar áætlað er að rauð viðvörun falli úr gildi og þá er stefnt á að frístund geti tekið á móti nemendum sem þar eru skráðir.

Posted in Fréttaflokkur.