Opið hús á bókasafni

Mikil og góð mæting var á síðdegisopnun bókasafns skólans í gær, þar sem nemendur í 1.–4. bekk, foreldrar, systkini og aðrir gestir voru velkomnir. Foreldrar fengu tækifæri til að kynna sér lestrarátakið Allir græða á að lesa, sem nú stendur yfir í skólanum.

Í tilefni af lestrarverkefninu voru Snælandsbankinn og Snæló – sjoppan opin á safninu. Nemendur gátu komið með lestrardagbókina sína og seðlaveskið og verslað þar.

Gestum var boðið upp á léttar veitingar, þar á meðal kaffi, kakó, ávexti og kex. Það var virkilega ánægjulegt að sjá hversu margir gáfu sér tíma til að mæta.

Takk fyrir komuna!

Posted in Fréttaflokkur.