Búið er að uppfæra veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið í rauða viðvörun frá kl. 16:00 í dag, miðvikudag. Ef börn eru ekki farin heim fyrir þann tíma, hvort sem er úr skóla eða frístund, þá verða þau ekki send heim sjálf, þau þurfa að vera sótt.
Skv. ráðleggingum frá almannavörnum eru foreldrar hvattir til að sækja börn eigi síðar en 15:30 og vera ekki á ferðinni eftir kl. 16:00.
Skv. spám núna er rauð veðurviðvörun líka í gildi kl. 8:00 í fyrramálið á höfuðborgarsvæðinu. Ef til þess kemur að skólastarf verður fellt niður þá eru það yfirvöld sem taka þá ákvörðun og verður það auglýst í fjölmiðlum. Ólíklegt er að það verði gert fyrr en seint í kvöld eða fyrramálið. Við hvetjum því foreldra til að fylgjast með fréttum hvað það varðar.
Foreldrar geta engu að síður ákveðið að halda sínum börnum heima vegna veðurs ef þeir meta það svo, en verða þá að tilynna forföll til skólans. Best er að senda tölvupóst á netfangið ritari.snaelandsskola@kopavogur.is til að draga úr álagi á símkerfið.
Ef skólastarf verður ekki fellt niður þá gildir það að ætlast er til að nemendum sé fylgt í skólann og þurfa foreldrar að tryggja að einhver sé kominn í skólann til að taka við nemendum því við þessar aðstæður getur það dregist að hægt sé að fullmanna skólann. Af þeim sökum getur líka verið að skólastarf þann daginn verði óhefðbundið vegna manneklu.
Leiðbeiningar frá almannavarnanefnd https://vefur.shs.is/wp-content/uploads/2023/02/ALM-vedurbaeklingur-forsjaradilar-IS-011122.pdf
Leiðbeiningar á ensku https://vefur.shs.is/wp-content/uploads/2023/02/ALM-vedurbaeklingur-forsjaradilar-EN-241122.pdf
Leiðbeiningar á pólsku https://vefur.shs.is/wp-content/uploads/2023/02/ALM-vedurbaeklingur-forsjaradilar-PL-241122.pdf