Í morgun var jólafjör og jólahúfudagur á öllum stigum í skólanum, meðal annars var á dagskránni félagsvist ,jólakortagerð, jólaföndur, myndataka og margt fleira. Jólamatur og kræsingar voru á boðstólum fyrir nemendur skólans og starfsfólk. Boðið var upp á kalkún og gott meðlæti. Allir fengu svo ís í eftirrétt. Jólatónlist og eintóm gleði hjá nemendum og starfsfólki þessa notalegu aðventustund.