Við fengum rithöfundana, Hildi Knútsdóttur og Bjarna Fritzson í heimsókn í vikunni og þeir sögðu nemendum frá nýjustu bókunum sínum. Hildur Knútsdóttir las fyrir unglingastigið en hún hefur nýlega gefið út bókina „Kasia og Magdalena”. Hún las upp úr henni ásamt öðrum bókum sem hún hefur skrifað. Bjarni Fritzson las upp úr nýjustu bókinni sinni „Orri óstöðvandi 7: Heimsfrægur á Íslandi”. Þeirri bók fylgir hljóðbók og lag um Orra sem nemendur á yngsta stigi og miðstigi hlustuðu á. Nemendur voru ekkert nema augu og eyru og gaman var að sjá hvað rithöfundarnir náði vel til þeirra.