Afmælisvika framundan

Í næstu viku fagnar Snælandsskóli 50 ára afmæli sínu. Af því tilefni verðum við með uppbrot og viðburði fyrir nemendur en einnig verður foreldrum boðið í heimsókn.

Snælandsskóli tók til starfa í september árið 1974 en þá var hafin uppbygging í hverfinu eftir Vestmannaeyjagosið árið 1973. Fyrst um sinn var kennt í nokkrum kennslustofum í Digranesskóla en í lok október 1974 fékk skólinn eigið húsnæði til afnota þ.e. skúrar sem nýttir voru sem kennslustofur. Fyrsta álman í núverandi húsnæði var tekin í notkun árið 1978 og smám saman hafa bæst við álmur frá þeim tíma, en sú nýjasta, F-álma, var tekin í notkun 2003. Meira má lesa um sögu og þróun skólans hér.

Dagskrá í afmælisviku verður eftirfarandi

Mánudagur 28. okt – Opið hús í félagsmiðstöðinni IGLÓ milli kl. 19:30-22:00 fyrir foreldra og nemendur í unglingadeild.

Miðvikudagur 30. okt – Afmælisleikar fyrir nemendur, uppbrot frá stundatöflu fyrir hádegi.

Fimmtudagur 31. okt – Nemendur og foreldrar hvattir til að mæta í morgunsöngstund og í framhaldi er foreldrum boðið í kaffi og köku í sal skólans. Jafnframt býðst foreldrum að rölta um skólann og líta við í kennslustofum í fyrstu tveimur tímum dagsins.

Föstudagur 1. nóv – Afmælisdagskrá

  • Nemendum verður boðið í morgunmat í skólanum um kl. 9
  • Skemmtidagskrá í Fagralundi fyrirr nemendur og starfsfólk milli kl. 10-11:15
  • Skrúðganga um hverfið (ef veður leyfir)
  • Hátíðarhádegismatur og afmæliskaka fyrir nemendur og starfsfólk
Posted in Fréttaflokkur.