Afmælisleikar Snælandsskóla

Afmælisleikar skólans voru haldnir í skólanum í morgun. Upphaflega átti að halda þá úti en sökum hálku og rigningarspár var ákveðið að halda þá inni í íþróttahúsinu, gamla íþróttasalnum og í matsalnum. Nemendum skólans var skipt upp í 39 hópa sem skiptust á þrjú svæði. Á hverju svæði voru 13 þrautir/stöðvar sem allir hópar leystu. Sömu þrautir eru á öllum þremur svæðunum. Þrautirnar voru af ýmsum toga – hvísluleikur, “bottle flip” ( nemendur saman, skiptust á að flippa flösku), störukeppni, hver er undir teppinu?, kasta grjónapúða, snú-snú, Símon segir, limbó, húllahringir, klæða sig í sama bolinn, í grænni lautu, kasta bolta á milli og dansstöð. Skemmtilegur dagur og nemendur mjög áhugasamir og ánægðir.

Posted in Fréttaflokkur.