Í morgun var fyrsta söngstund á sal skólans fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk. Ákveðið hefur verið að söngstund verði á fimmtudagsmorgnum í vetur frá kl. 8.10-8.20 undir stjórn Margrétar Thoroddsen söngkennara og Kristínar deildarstjóra yngsta stigs og miðstigs. Hugmyndin er að skapa hefð þar sem nemendur og foreldrar geta komið með börnum sínum áður en kennslustund hefst á fimmtudagsmorgnum. Vonandi eigum við eftir að sjá sem flesta á söngstundinni í vetur.