FlyOver Iceland er fimm ára á þessu ári og af því tilefni bauð fyrirtækið nemendum fimmta bekkjar í fimm skólum á höfuðborgarsvæðinu í heimsókn til sín meðal annars nemendum Snælandsskóla, sem sáu sýninguna i dag. FlyOver Iceland er margmiðlunarsýning þar sem áhorfandinn svífur yfir stórbrotið landslag Íslands í flughermi. Sýningin hefur vakið mikla athygli og fyrirtækið vildi með boði til skólanna fimm veita nemendum tækifæri til að sameina skemmtun og lærdóm á afmælisárinu.