Grænfánahátíð

Snælandsskóli fékk í dag Grænfánann í tíunda skipti. Grænfánahátíðin hófst á skrúðgöngu um hverfið með skólahljómsveitinni þar sem vinabekkir gengu saman ásamt starfsfólki skólans. Að því búnu var afhending Grænfánans í gamla íþróttasalnum. Nemendur í umhverfisráði tóku á móti fánanum. Ósk Kristinsdóttir, sérfræðingur Skóla á grænni grein frá Landvernd, afhenti fánann. Nemendur sungu síðan undir stjórn kennaranna Björns Gunnarssonar og Þrastar Jóhannssonar. Í lokin kom leynigestur sem var enginn annar enn Wally trúður sem skemmti nemendum á stórkostlegan hátt á battavellinum. Árlegur fótboltaleikur 10. bekkinga og kennara/starfsfólks fór fram á gervigrasinu og höfðu kennarar betur í þeim leik. Dagurinn endaði úti á grilluðum pylsum í boði skólans fyrir starfsmenn og nemendur.

 

 

 

Posted in Fréttaflokkur.