Í morgun voru haldnir Mikka- og Mínuleikar hjá 1. – 3. bekk og Vorleikar hjá 4. – 7. bekk. Nemendur röðuðu sér niður á stöðvar sem dreifðust út um alla skólalóð.
Stöðvar í Mikka- og Mínuleikum voru: Limbó, hindrunarhlaup og pokahlaup á gervigrasinu. Fótbolti á battavellinum, kassabílar, hreyfing á parísarvöllunum hjá kastalanum, pókó, krítar og slönguspil.
Á vorleikunum hjá 4.-7. bekk voru stöðvar á strandblaksvellinum og leikvellinum við aparóluna. Þar voru púttvöllur, hindrunarhlaup, slökun og að faðma tré, strandblak, hoppubelgur og folf, boltaleikurinn „yfir“, aparóla, snú snú og sippubönd, fótbolti og hoppubelgur.
Hjá 7.- 9. bekk var handboltamót í Fagralundi.
Mikil gleði og ánægja var með þennan skemmtilega dag.