Í gær útskrifuðust nemendur 10. bekkjar og í morgun voru skólaslit hjá nemendum í 1.- 9. bekk. Þeir komu á sal og fóru síðan í heimastofur til að taka við vitnisburði vetrarins.
Útskrift nemenda 10. bekkjar fór fram í sal skólans síðdegis í gær og var skipulögð dagskrá sem nemendur og starfsfólk sáu um. Brynjar Marinó skólastjóri kvaddi nemendur með góðum orðum og óskaði þeim velfarnaðar í því sem þau taka sér fyrir hendur. Andrea Bergmann nemandi spilaði á píanó. Halldór Gauti, Andrea Arna, Ísak Trausti, Hildur Bella og Þórunn litu yfir farin veg með skemmtilegum frásögnum úr skólalífinu. Nemendur tóku á móti vitnisburði og gáfu kennurum sínum gjafir sem þakklætisvott. Af hálfu nemenda tróðu einnig upp með skemmtileg lög, þeir Bjarki Hrafn, Óskar Sigurbjörn, Ísak Trausti og Halldór Gauti. Í lokin sýndu Brynjar skólastjóri og Kjartan aðstoðarskólastjóri „Síðustu kennslustundina“ – myndband sem þeir tóku saman með heilræðum fyrir framtíðina.
Boðið upp á góðar veitingar og foreldrar og nemendur gátu spjallað við og kvatt kennara og starfsmenn skólans.