Smáheimur í I-pad kassa

Nú hafa nemendur í list- og verkgreina vali lokið við verkefni sín í myndlistarhlutanum. Þetta eru vel frábærlega vel heppnuð listaverk enda fór mikil vinna, blóð, sviti og tár í gerð þeirra.

Nemendur fengu í upphafi lok af tómum i-pad kassa og snérist verkefnið um að hanna sinn eigin ,,smáheim” sem passaði þar inn í.  Útfærslurnar við gerð smáheimsins voru svo af ýmsum toga og voru allt frá því að vera snævi þaktir skíðakofar í hlíðum Sviss yfir í niðurníddar götur New York borgar. Nemendur hönnuðu allt sjálfir frá grunni og hér má sjá dæmi um afraksturinn.

Hlín Ólafsdóttir kennari

 

 

 

Posted in Fréttaflokkur.