Þingmenn framtíðar

Í dag fór hálfur árgangur nemenda í 10. bekk á skólaþing. Á skólaþingi gefst nemendum tækifæri til að setja sig í spor þingmanna og læra um reglur og starfshætti Alþingis. Í heimsókninni er nemendum skipt í „þingflokka“ og fá þeir málefni til að ræða, frumvörp til að setja fram og fá leiðbeiningar um hvernig eigi að koma með andsvar og breytingatillögur. Meðal málefna sem deilt var um á skólaþingi í ár var herskylda á Íslandi, lausaganga katta og refsirammi vegna falsfrétta. Á meðfylgjandi myndum má sjá nemendur í hinum ýmsu hlutverkum á þinginu. Sá hluti nemenda sem ekki fór í dag mun fara í heimasókn á skólaþing næsta föstudag.


Posted in Fréttaflokkur.