Nemendur í 6. bekk á miðstigi í listaflæði sýndu söngleikinn Töfraljósið (Encanto) á sal skólans í vikunni fyrir nemendur, starfsfólk, foreldra og aðra gesti. Söngleikurinn byggir á Disney-myndinni Encanto sem fjallar um óvenjulega fjölskyldu sem býr á töfrandi samnefndum stað í Kólumbíu. Þar fær hvert einasta barn sem fæðist ofurkrafta að gjöf – öll nema eitt, Mirabel. Handritshöfundur og leikstjóri var Margrét Thoroddsen, danshöfundur, leikstjóri og umsjónarmaður leikmyndar Sophie Louise og umsjónarkennarar þeirra, Októvía Edda og Bjarki Aðalsteinsson, héldu utan um hópinn og voru þeim innan handar allan tímann. Í leikskránni sem hönnuð er af Októvíu Eddu kemur segir meðal annars: „Það hefur verið stórkostlegt að sjá nemendur blómstra þessar síðustu vikur, styðja hvort annað og skora á sjálfa sig með því að stíga skref sem krefjast meðal annars kjarks, trú á sjálfan sig og eigin getu.“ Stelpur á unglingastigi sáu um að mála nemendur og strákar úr 10. bekk stýrðu hljóði í salnum. Leiksýningar voru 5 talsins. Í skólanum eru einstaklega hæfileikaríkir nemendur. Það fór ekki framhjá neinum sem upplifði þessa frábæru sýningu.