Lesum saman 15. febrúar til 7. mars

Hið árlega lestrarverkefni á yngsta stigi, Lesum saman, korter á dag verður 15. febrúar til 7. mars. Um er að ræða samvinnuverkefni skóla og heimila

Þemað í ár er „Allir græða á að lesa!“

Gjaldmiðillinn „kallar“ er gefinn út af Snælandsbankanum. Nemendur lesa heima og í skólanum og skrá fjölda lesinna mínútna í lestrardagbókina.

Lestrarkorterið er ætlað sem viðbót við hefðbundinn heimalestur.

Búið er að opna banka og sjoppu á bókasafni skólans.

Í Snælandsbankanum er greitt fyrir lesturinn, 1 „kall“ fyrir hverja lesna mínútu. Krakkarnir safna „köllum“ í sérstakt seðlaveski sem gert er úr endurunnum Syrpum.

Í Snæló sjoppunni verður hægt að kaupa: límmiða, bókamerki, skrítna blýanta, 3D prentaða hluti, frjálsan tíma á bókasafni og margt fleira spennandi.

Opið hús á bókasafni skólans verður þriðjudaginn 27. febrúar

15:00 – 17:30. Öll velkomin! Boðið upp á kaffi, kakó og kex!

Guðmunda H. Guðlaugsdóttir
Skólasafnskennari

 

Posted in Fréttaflokkur.